<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 30, 2007

Lundúnarhelgi 

Ég fíla London.
Ferðin var fín og frændinn líka sem þar býr.
Ég var að koma þangað í fjórða sinn en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst ég virkilega upplifa Lundúnarlífið að einhverju leyti. Suðupotturinn hentar mér vel, það er algjörlega nauðsynlegt að víkka aðeins út 10 km Reykjavíkurradíusinn og sjá að það eru til fleiri týpur en algjörlega íslenskar. Ég djammaði í Camden og tjillaði við Thames, en steig ekki fæti á Oxford Street. Það var komið sumar í London og ég drakk því dulítið af Mojito og öl til að svala sumarþorstanum. Svo borðaði ég m.a. nokkra ísa líka og fékk alvöru sushi á japönskum veitingastað. Gubbaði næstum því af slepjunni og komst að því að ég er búin að vera að borða ansi evrópuserað sushi hér heima. Laxahrognin og hrái karfinn voru ekki alveg að gera sig fyrir mig á þessum annars töff veitingastað. Ég pantaði mér bara hvert ruglið á fætur öðru þangað til ég gafst upp og fékk mér barbíkjúaðan kjúlla. Eins og mig langar nú til Tokyo þá held ég eftir þetta að ég gæti jafnvel dáið úr hungri þar (nei, ég borða ekki KFC eða McDonalds!). Ég fann ekkert fish&chips, kannski sem betur fer bara.


Í London komst ég m.a. að því að pæjulegir ponsjóar eru að koma aftur í tísku og ef þið vissuð það ekki nú þegar, þá eigið þið að kaupa Miami Wice sólgleraugu fyrir sumarið, ef þið viljið vera kúl. Svört eða neonlituð. Annars eyddi ég metlitlum tíma í að versla, rétt náði að kaupa sumardressin á Veru. Jú, okok, náði mér í uber sexí bikiní fyrir sundferðir sumarsins, nokkra djammandi kjóla og auðvitað pæjuponsjó Íslands, - en believe it or not, enga skó! Já, ég sagði það – met.




Ég að reyna að gæða mér á japönsku blómi


Ég reyndi að fá þessa til að performa á Lækjartorgi en tókst ekki

Fíni frændinn, Hilmar Ágúst

Teymið í Camden eftir nokkra öl

MOI, GVH, Hilmar og Kári klári frændi hans




CHEERS MATES...


fimmtudagur, apríl 26, 2007

London 

Hinn lífræni og ofurholli Fish & chips staður á Tryggvagötu var tékkaður út í hádeginu í dag og ég er ekki frá því að súperholli lönsinn ásamt einstaklega svölu engiferlímonaðinu hafi komið mér 14 km áðan. Ekki málið.

London á morgun og ætli maður fái ekki nóg af fish & chips þar. Ég er svo orðin það hlaupalega klikk að mig langar mest til að taka hlaupaskóna með, vera þessi ekta nörd og skokka í Regents Park... en hef nú samt ákveðið að sleppa því og eyða meiri tíma í venjulegum túristaleik. Og jújú líka í búðunum.
Later luvs.
E

miðvikudagur, apríl 25, 2007

KaupHlaup 

Til að gerast nú örugglega hinn fullkomni hlaupanörd fór ég í göngugreiningu í dag. Já, það er víst alveg möst. Fóturinn á mér var mældur í bak og fyrir og göngulagið grandskoðað bæði með myndum og tölvugreiningum. Niðurstaðan var að ég er með ágætis fætur (fagurfræðin sem betur fer ekki tekin með í dæmið) nema hvað að annar leggurinn á mér er styttri. Það er víst voðalega algengt en nú þegar ég er farin að hlaupa meira en áður hef ég fundið fyrir hinum ýmsu óþægindum í öðrum fætinum. Ég gekk því út frá greiningagaurnum með 5 mm hæl til að setja inn í skóinn.... og auðvitað nýja hlaupaskó! Sjúkraþjálfinn sagðist eiga þessa frábæru tailor made hlaupaskó fyrir aðeins mína fætur og þetta væri það eina sem virkaði fyrir mig, og svo voru þeir líka svo ótrúlega flottir og appelsínugulir... svo ég bara varð að kaupa þá. Plús það auðvitað að hinir mínir gömlu voru alveg að renna út á kílómetrum samkvæmt hlaupagúrúum sem ég ráðfærði mig við. Já, já, ég er án efa búin að taka 6-800 km síðan í október.

Svo nú er ekkert hægt að slaka á og spurning um að taka eitt upphitunarhálfmaraþon strax í maí. Bara tékka hvort ég eigi þetta nú þegar inni. Ef ekki mun ég að sjálfsögðu ekki segja frá því. En ef... omg hvað ég á eftir að monta mig (það er nú ekki eins og ég tali nægilega mikið um hlaupin nú þegar...)

Vera tveggja ára og níu mánaða 

Vera skvísa á mánaðarlegt afmæli í dag. Hún veit samt ekkert af því, get ekki verið að auglýsa afmæli í hverjum mánuði og svekkja hana. En daman er í fullu fjöri, á frekjuskeiðinu og samt alltaf jafn sniðug og skemmtileg- og ljúf inn við beinið, sérstaklega við dúkkurnar sínar. Hún vill endalaust vera að leika: „Hei, komum í kítluleik... fljúguleik, mömmu- og pabbaleik, púsluleik, feluleik, elta kanínuleik, elduleik...“ segir hún og finnst hún vera með hugmynd aldarinnar. Hún er svolítið fyrir aksjonið eins og kannski foreldrarnir þótt hún geti nú samt ennþá dundað sér lítið eitt í dúkkó.

Vera er orðin altalandi nánast og mjög skírmælt. Henni finnst hún svakalega sniðug þegar hún talar bulltungumál eins og litlu börnin og hvað þá syngja bull. Nýjustu frasarnir hennar og viðbrögð við ýmsum aðstæðum eru t.d. Guð minn góður, what the fuck, jesús minn, ég trúi þessu ekki, í alvöru? og andskotinn. Ah... mamman þarf að fara að vanda sig... En svo segir hún reyndar líka sæta (Hjalla?) frasa eins og: Hafðu það gott í vinnunni í dag mamma mín, ooo, elsku litla rúsínan mín (við dúkkuna sína), má bjóða þér að leika við mig mamma mín? Hér má sjá og heyra undurfagran söng Verunnar.

Tóti tölvukall
Frost er úti fuglinn minn




Í mömmu- og pabbaleiknum er Vera iðulega mamman, ég frænkan að passa litlu Baby born og svo fer mamman í vinnuna, en hún vinnur einmitt við að kveikja og slökkva á þessum lampa


Á leið í afmæli


Í göngutúr með hundinn og barnið



Hjallamyndir










þriðjudagur, apríl 24, 2007

Ég skal segja ykkur það að hlaupahandbókin er ekkert smá scary. Hún segir bara frá extreme hlaupahetjum dauðans sem taka maraþonið á 2 tímum og fólki sem æfir sig með því að hlaupa 50 - 100 km á viku. Sumir eiga sérstakt hlaupabretti inni í stofu hjá sér sem er með sérstökum stillingum til að hlaupa niður í móti og í roki. Það eru prógrömm í bókinni fyrir þá sem ætla að massa maraþon og hálfmaraþon á mettíma, en kannski síður fyrir þá sem aðeins stefna á að koma sér í mark hvernig sem er...slefandi, rúllandi, grenjandi.
Jeminn eini, ég hefði kannski betur átt að kaupa mér Stóru kokkteilbókina.

En ég skrái nú samt stolt km mína í hana, bara svona fyrir barnabörnin í ellinni. Sönnunargagn um að amma hafi einu sinni verið flott.

mánudagur, apríl 23, 2007

myndir vikunnar 

Húsdýragarðurinn var tékkaður út um helgina, gíraffarnir og ljónin koma alltaf jafn mikið á óvart





Hittum Möggu og Davíð sem skaut þessari skemmtilegu mynd af familíunni



Dilissíus ostafondú hjá ömmu Gunnu



Freyja kom með indverskan mat til okkar á laugardagskvöldið, þarna sitja þær stöllurnar að þykjustusnæðingi




Í Nýherjaafmælinu



BetuDjamm í tilefni þess að hún kíkti frá BarcA (ég gefst upp)





Ég keypti mér Hlaupahandbókina fyrir peninginn sem Frúin í Hamborg, Glitnir og Félag íslenskra bókaútgefenda gáfu mér í dag. Þið hnippið kannski í mig þegar ég er farin að taka hlaupin fram yfir djammið, þá þarf ég kannski að fara að sæna mig einhvers staðar inn.

isss... 

Ég dansaði uppá og undir borðum fram á nótt á föstudagskvöldið í tilefni þess að BarcelonaBeta kíkti í heimsókn og svo náttlega líka á miðvikudagskvöldið í afmæli Nýherja - svo það er engin spurning að ég sé hér með búin að afsanna það að djamm og hlaup fari ekki saman.

15,5 km í gær, ég bætti s.s. 5,5 km við hringinn minn og tók það létt. Var alls ekki svo dauð á því þegar ég kom á leiðarenda og hefði alveg getað meira þess vegna. Sumargjöfin mín frá Vigga sem var hlaupastakkur, buxur og bolur, kom sterk inn í prógrammið, ég var öll þvílíkt í stíl í vel andandi jakka og bestu hlaupabuxunum. Ég trúi því nebblega að dress for success virki sko jafnvel á hlaupum sem og í bissness. Ég fékk nörda-vatnsbeltið sem ég keypti að sjálfsögðu í Afreksvörum (sem er víst aðal hlaupanördabúðin í bænum - bara fyrir afreksfólk að sjálfsögðu) og sem ég gaf Viggi í sumargjöf, lánað, tók Carb-boom með mér til að eiga örugglega orku alla leið, og ekki má gleyma nýju hlaupasokkunum sem pössuðu vel upp á að tánum liði vel. Svo má ekki gleyma nýja hlaupa-eyrnabandinu sem ég einmitt gaf Vigga líka í sumargjöf og hann gaf mér tilbaka af því honum fannst það svo ljótt. En hei, það passaði akkúrat við outfittið mitt svo ég þáði það með þökkum. Svo var það bara Justin baby og Bose sem kláruðu dæmið með mér og það á alveg ágætum tíma.

Ég er reyndar svolítið eins og einhver hafi bakkað yfir mig í dag, illt í annarri mjöðminni og smá í kálfanum, en afar hress í lungunum og hjartanu líka eftir árangurinn.

Hálfmaraþon í sumar - iss, ekki málið.

fimmtudagur, apríl 19, 2007

Sumarið er tíminn 

Þessi sumardagurinn fyrsti setur vonandi tóninn fyrir það sem koma skal í sumar. Sól og næs og gaman.

Eftir að hafa djammað fram á nótt með Nýherjum, í þessu líka flottasta 15 ára afmæli sem ég hef skipulagt, var sofið út þar til daman kom úr pössun. Þá skelltum við okkur út í góða veðrið og eyddum þessum flotta degi á viðeigandi stað: Í SÓLbrekku að hjóla. Nú hefur víst bæst annað hjól í búið og þá getum við loks hjólað saman. Nema Viggi er bara aðeins lítið eitt betri en ég og ég sé hann bara þjóta fram úr mér. Um páskahelgina hafði ég lofað mér að leggja hjólið á hilluna eftir að mér gekk svo illa í leðjunni þar, en ehemm... ég er hætt við. Í bili. Ég var bara nokkuð góð í dag, komst svona í smá vitleysingsgír og þá þorir maður að gefa í yfir leðjupyttina og pollana.

Motocrossið er í raun frábær útivera, náttúrubúst, aksjon og adrenalín allt í senn en um leið svona næs og rólegt hang out í góðum félagsskap. Á meðan við hjóluðum lék Vera sér við uppáhalds eldri frænkur sínar úti í náttúrunni svo það eru allir frekar sáttir með þennan fyrsta sumardag.
Meira svona í sumar takk.



Vera með nýja buffið sitt sem hún fékk í sumargjöf. Þegar hún var búin að setja það á sig sagði hún: Ég heiti Vera Solla Stirða Línu Langsokkursdóttir


Helga Dóra, Vera og Halla Dís frænkur léku sér í sumrinu (svolítið dúðaðar samt en hei, það var nú samt 4 stiga hiti og sól)



Motocrossparið úr Grindavík, Kiddi og Eyrún frænka, og Viggi
"FOX"inn ég


Jei, bæði dekkin á lofti!


Viggi flýgur...


miðvikudagur, apríl 18, 2007

Fimmtán ára á föstu 

Jæja, best að drífa sig í 15 ára afmæli Nýherja sem ég er búin að vera að skipuleggja ásamt fríðu föruneyti undanfarnar vikur. Hafnarhúsið hefur síðasta sólarhringinn breyst úr köldum skítugum bergmálandi geim í huggulegt, stílhreint, kúl partýpleis. Það er loksins komið að því að ég fái að mingla við þá 400 viðskiptavini Nýherja sem hafa meldað sig til leiks (nei, ég þekki akkúrat engan..) Á hælum og í minipilsi að sjálfsögðu, með rauðvín í annarri standandi við girnilegan súkkulaðibrunninn. Nú svo mun ég hlæja hæst að bröndurunum hans Sigmars, klappa mest eftir dansatriðið, hlusta með athygli á Hund í óskilum, fíla Margeir og dansa flottast við NýDönsk.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

44 

Einu sinni gat ég bara gert eina armbeygju. Svo fór ég aðeins að æfa mig og gat kannski svona fjórar. Undanfarið hef ég mest getað 25 með herkjum. Í dag tók ég svo þátt í armbeygjukeppni í vinnunni og gat fokking fjörutíuogfjórar! Og það í mínípilsi og háum hælum. Lenti reyndar í fokking öðru sæti á eftir einhverri Boot Camp gellu sem hafði sko fyrst getað 41 en ákvað svo að toppa mig án þess að ég vissi. Svindl ha?! Soldið já. En Boot Camp er greinilega málið. Fer í það mál í haust.

En fjörutíuogfjórar - alltaf gaman að koma sér á óvart. En ég er nú með svo massaða handleggi (right) að kannski kom þetta ekkert svo á óvart. Þarf að fara að lyfta og gera svona Boot Camp æfingar. Eða æi, WC kortið mitt vaaar að renna út. Útihlaup og útiarmbeygjur verða bara að duga.

En demit, ég þoli ekki annað sæti...

ooooo 

Fyrsti Óli prikinn var teiknaður af dömunni í síðustu viku, og hún gerði það alveg ein. Ekkert smá mikið krútt.
Þarna má sjá punkt og punkt og kommu og strik, höfuðið á honum Óla prik, stóra bumbu (samt aðeins minni en hausinn) hendur, fætur og hár, reyndar inni í hausnum en hverjum er ekki sama um það.
Fullkomið!



Svo hér fyrir neðan má sjá snjó, rigningu og ský og svo stafinn V og E - já, Vera hefur orðið ansi mikinn áhuga á stöfunum, en þetta var í fyrsta sinn sem hún skrifaði stafi sjálf.



mánudagur, apríl 16, 2007

Að bara vera til 

Mánudagar með hækkandi sól og vorkrafti geta verið ansi góðir. Sérstaklega þegar maður er endurnærður eftir barnlausa helgi eins og ég er í dag, eftir barnlausa vorhreingerningu og barnlausar frjálsar ástir ahhh...

Já, það er ýmislegt sem manni tekst að gera barnlausum. Og nei, ég var nefninlega ekki búin að gleyma því hvernig það er. Ég get dundað mér endalaust við alls konar bull ein - ennþá. Við hjónin ákváðum að eyða barnlausa tímanum í vorhreingerningu og skipulagsárás á laugardaginn – því já það er það skemmtilegasta sem við gerum, engin spurning. Smiður heimilisins smíðaði þessa þvílíkt langþráðu og fínu þvottaaðstöðu í kjallaranum og tók til heilan gám af drasli fyrir Sorpu. Svo núna eru mun minni líkur á að við hálsbrjótum okkur þegar við setjum í vél. Á meðan smiðurinn smíðaði var ég tískudrósin að máta föt og henda. Ég grisjaði fataskápinn minn ansi vel og gaf Rauða Krossinum heila tvo svarta ruslapoka af fötum . Svo núna er hann hálftómur (nei, nei, alls ekki hálffullur) og loksins komin góð ástæða til að kaupa sér ný föt.

Nú, það var ekki bara tekið til, við eigum víst einhver fleiri áhugamál ennþá hehe. Það er samt ótrúlegt hvað það er gott að taka til í skúmaskotun hér og þar. Sálin hreinsast svona smá um leið. Eða þá að það sé bara bull og ég sé með þrifdellu!

Nú, svo gafst tími til að hlaupa 2 x úti, m.a. mína þriðju 10k. Og mér finnst það alltaf jafn erfitt. Og næs. Þetta útihlaup virðist venjast en samt bara upp að vissu marki, ég kem alltaf kafnandi í mark. Og svo var líka skroppið á kaffihús og út að borða. Barnlaus og frjáls. Vorum að rifja upp gamla miðbæjartakta. Vorum svo reyndar sofnuð fyrir miðnætti því eftir aksjon barnlausa dagsins var maður mun þreyttari heldur en eftir heilan dag með Veru... ég var svo rosalega að nýta tímann!

Ég þori að segja það hér að mér fannst frábært að losna við litlu dömuna í smá tíma. Í tíma þar sem maður var hvorki að djamma né var þunnur.
Bara tími til að vera til (- samt sko ekki bara að taka til)

föstudagur, apríl 13, 2007



oooo eins og fullorðinstær eru nú ljótar þá eru þessar táslur svo sætar að manni langar til að borða þær mmmmmm....

fimmtudagur, apríl 12, 2007

Ég og Bree 


Ég myndi nú seint vilja kalla mig aðþrengda eiginkonu en best að fara að horfa á sjálfa mig í sjónvarpinu í þáttunum um þær aðþrengdu í Ameríku. Ég man ekki hversu oft fólk hefur sagt mér að ég líkist Marciu Cross sem leikur Bree. Mín eigin móðir staldraði við þegar hún sá mynd af mér í blöðunum um daginn þegar ég var eitthvað að tjá mig og hugsaði með sér að hún þekkti nú þessa konu...æj, já, þetta er hún Bree í sjónvarpinu - eða bíddu, nei, þetta er dóttir mín! Meira hárið og kinnbein og augabrúnir víst heldur en karakter... en mér finnst hún reyndar langflottasti karakterinn í þáttunum, fullkomin housewife og ógó sæt svo þetta er attílæ.
Hvað finnst þér??

Hér má sjá Erlu perlu ómeðvitað með Bree svipinn sinn í hámarki - eeeeekki besta myndin en... jú, kannski smá Bree í minni


Landsbankinn og ég 

Ég er ekki í Landsbankanum en bankanum hefur samt tvívegis tekist að græta mig! Já, peningar eru ekkert grín. Nei, bara grín.

Í fyrra skiptið var ég ólétt og kjökraði snortin yfir Landsbankaauglýsingu í sjónvarpinu sem fjallaði um Ísland og Íslendinga á greinilega svona líka hjartnæman hátt. Ég var yfir höfuð alls ekki sensó á óléttunni en Landsbankanum tókst þetta nú samt og ég man að ég hugsaði með mér að nú væri ég að verða geðveik. Svo tók ég mér tak en fæ samt ennþá gæsahúð þegar þessi auglýsing rúllar í gegn af og til.

Í gærkvöldi las ég svo bækling frá Landsbankanum sem mér barst inn um lúguna. Hann snýst um að leggja góðu málefni lið og segir raunasögur ýmissa veikra einstaklinga. Býður manni svo í kjölfarið að styrkja gott málefni og leggja hinum og þessum samtökunum lið. Ég var svona að fá mér kvöldsnarlið mitt, seríós með rúsínum, þegar ég greip þennan blöðung og byrjaði að fletta. Fyrr en varði var ég svo bara hágrenjandi og hafði gleymt að borða seríósið sem var orðið lint og maukað. Og mig langaði að gefa öllum samtökunum 75 alla peningana mína. Það er meira hvað ég er eitthvað svag fyrir markaðsefni Landsbankans. SnöktiSnökt. Markaðsfræðin gjörsamlega að éta mig lifandi þarna! Og ég læt glöð gleypast þótt ég þykist nú vita sitthvað um fræðin og hrærist sjálf í útpældum aðferðum við að veiða kúnna og snerta taugar.

Næsta spurning er svo bara hvort Kaupþing sé jafnvel of hardcore fyrir grenjuskjóðuna mig.

miðvikudagur, apríl 11, 2007

Aksjonmyndir 

Í hlíðum Kaldbaks - grenið Grenivík í baksýn







Vera snjósleðapía





Græjusjúkir Helgasynir tættu og trylltu út um allt fjall

Náttúrufílingur


SnjóþotRIDE!


Mömmur kunna sko líka að leika sér! Nartað í páskaegg á KaldbakVera dró elsku Karen Rósu sína út um allt


Upprennandi motocrossari? (ehh... kannski ef hún er með aðeins hærri þolinmæðisþröskuld á erfiðum stundum heldur en hún móðir sín kær)




Í Hlíðarfjalli



Skíðin testuð

Að 8 mínútum liðnum - „Mig langar á breeeeetti!"

Sætu frænkurnar


This page is powered by Blogger. Isn't yours?

eXTReMe Tracker